Breyting í sveitarstjórn

Á fundi sveitarstjórnar í gær 29.08.2019 tilkynnti oddviti að Hanna Jóna Stefánsdóttir, fulltrúi Ð lista myndi láta af störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi frá og með 1. september n.k. vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu. Í Hönnu Jónu stað tekur til starfa í sveitarstjórn fyrsti varamaður fulltrúa Ð lista, Sigurbjörn Árni Arngrímsson.

Á fundinum þakkaði sveitarstjórn  Hönnu Jónu fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi um leið og Sigurbjörn Árni var boðinn velkominn til starfa sem aðalfulltrúi í sveitarstjórn.