Breyting á fundartíma sveitarstjórnar miðvikudaginn 28. september

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. september var samþykkt að breyta fundartíma sveitarstjórnar þann 28. september nk. vegna þátttöku fulltrúa sveitarfélagsins í ársþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefst þennan sama dag. Fundur sveitarstjórnar verður því haldinn kl. 09:00 en ekki kl. 13:00 eins og venjan er.