Breyting á deiliskipulagi svæðis umhverfis Goðafoss

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 23. febrúar 2017 að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæði umhverfis Goðafoss.  Breytingin felst í því að núverandi bílastæði austan Skjálfandafljóts verði stækkuð og þeim fjölgað úr 34 í 90.

Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með föstudeginum 17. mars 2017 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 28. apríl 2017.  Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:  http://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/deiliskipulag/tillogur-i-auglysingu

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 28. apríl 2017.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið:  bjarni@thingeyjarsveit.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar

Hægt er að sjá öll gögn er varðar deiliskipulagið ásamt auglýsingu undir "skipulagsmálum" og "deiliskipulag í auglýsingu" á heimasíðunni eða með því að smella HÉR.