Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 vegna Skóga í Fnjóskadal

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 7. apríl 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér skilgreiningu frístundabyggðar í landi Skóga sé skilgreint sem íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir því að fjöldi lóða haldist óbreyttur frá því sem núverandi deiliskipulag kveður á um.

Skipulags- og matslýsingin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsin undir skipulagsmál og á skrifstofu sveitarfélagsins. Skipulags- og matslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá og með 11. apríl til og með 29. apríl 2022. Umsagnir við lýsinguna skulu berast skipulagsfulltrúa á netfangið atli@skutustadahreppur.is