Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022

Hólasandslína 3

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 28. maí 2020 breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3. Tillagan var auglýst frá 19. mars 2020 til og með 1. maí 2020.Athugasemdirnar gáfu aðeins tilefni til óverulegra breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til undirritaðs.

 

Guðjón Vésteinsson

skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar.