Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 vegna íbúabyggðar, Vogum 1

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum 25. maí s.l. að skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 skyldi auglýst í samræmi við skipulagslög. Breytingin felur í sér að frístundabyggð er breytt í íbúðabyggð, sex lóðum fyrir frístundahús er breytt í átta lóðir undir íbúðarhús og heimilt byggingarmagn aukið úr 120 fm í 250 fm.

Skipulagslýsingu er að finna hér.

Frestur til að gera athugasemdir er til 16. júní n.k.