Bólusetning sauðfjár til varnar garnaveiki

Sveitarfélagið mun endurgreiða kostnað bóluefnis til bænda sem bólusetja sitt sauðfé til varnar garnaveiki fyrir 10. nóvember ár hvert. Þetta var samþykkt á 246. fundi sveitarstjórnar þann 6. desember sl. Þó er gerð undantekning á fyrrgreindi dagsetningu fyrir árið 2018 en bólusetningu skal hafa verið lokið fyrir áramót. Endurgreiðslan fer fram með því að framvísa kvittun fyrir greiðslu bólusetningar á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Sveitarstjóri