Bókasafn Reykdæla lokað tímabundið vegna flutninga!

Bókasafn Reykdæla er lokað tímabundið vegna flutninga. Unnið er að því að flytja bókasafnið úr Seiglu yfir í sama hús og leikskólinn Krílabær er í og verður húsið að hluta til samnýtt af leikskóla og bókasafni. 

Inngangur verður um anddyri á vestanverðu húsinu og er með þessum flutningi verið að bæta aðgengi allra að bókasafni, því þá verður aðkoman tröppulaus fyrir þá sem þurfa. 

Nánari upplýsingar um opnun safnsins koma von bráðar.