Blástursprófanir í Bjarnarflagi

Dagana 5. - 9. desember n.k. mun Landsvirkjun hefja blástursprófanir við holu BJ-15 í Bjarnarflagi. Prófanirnar munu standa í allt að 6 - 8 vikur og má því gera ráð fyrir auknum hávaði og gufu frá holunni á þeim tíma. Áhrifana mun gæta að einhverju leyti í byggð en ættu ekki að vera meiri umfram þau áhrif sem nú eru vegna starfsemi Landsvirkjunar við Bjarnarflag.