Bara piss, kúkur og klósettpappír í klósettið.

Að gefnu tilefni er ástæða til að árétta að klósett eru ekki ruslafötur og í þau eiga eingöngu að fara piss, kúkur og klósettpappír. Annar úrgangur eins og til dæmis eyrnapinnar, bómullarhnoðrar, blautklútar, smokkar, dömubindi, túrtappar á alls ekki að fara í klósettið. Annar úrgangur en sá sem ætlaður er í klósett veldur bæði skaða á umhverfi og rekstri fráveitukerfa.

Það getur valdið miklum aukakostnaði fyrir sveitarfélagið að hreinsa lagnir og losa stíflur vegna óæskilegra úrgangsefna í fráveitukerfinu. Það er því okkar einlæga ósk að íbúar gæti að því sem fer í klósettið og flokki úrgang í þá flokka sem þeir eiga heima. Frekara upplýsinga og kynningarefni má finna á hér á heimasíðu klósett vina.