Bætt farsímasamband í Laxárdal

Síminn hefur sett upp 4G farsímasendi í landi Þverár í Laxárdal í samstarfi við Neyðarlínuna. Uppsetning farsímasendisins er partur samstarfsverkefni fjarskiptafélaganna og íslenska ríkisins til að bæta fjarsímasamband víða um land. Sendirinn nýtist því einnig viðskiptavinum annara fjarskiptafélaga.

Með tilkomu nýs farsímasendis verður Laxárdalur að stórum hluta kominn í gott símasamband.  

Hægt er að lesa nánar um málið á vef 640.is