Ávaxtastund á skrifstofunni

 

Nemendur leikskólans Yls kíktu í heimsókn á skrifstofu sveitarfélgsins að Hlíðavegi 6 í morgun.

Börnin voru í göngutúr um Reykjahlíð til að skoða jólaljósin og fengu að hafa ávaxtastundina sína hér á skrifstofunni og hlýja sér í leiðinni. 

Glæsilegri gesti er varla hægt að óska sér.