Auglýsing um starf

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsmanni til vinnu við leikskóladeildina Barnaborg við Þingeyjarskóla.

Leitað er eftir öflugum starfsmanni er getur tekið þátt í umönnun og öðrum tilfallandi störfum inn á leikskóladeildinni.

Um 100% starfshlutfall er að ræða

Vinnutími er á milli 8 og 17

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 1. okt.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla.

Netfang: johannrunar@thingeyjarskoli.is

Sími 4643580

 

Drög að starfslýsingu viðkomandi starfsmanns.

Um er að ræða starf  á deild. Í starfi á deild felst þátttaka í umönnun, svo sem matartímum, bleiuskiptum og hvíld, ásamt útiveru og aðstoð í listasmiðju- og hópastarfsverkefnum.

Einnig öll önnur tilfallandi störf tengt skólahaldi er deildarstjóri/skólastjóri kann að fela viðkomandi og er innan tímaramma vinnuskyldu viðkomandi starfsmanns.