Auglýsing um skipulagsmál í Þingeyjarsveit

Auglýsing um skipulagsmál í Þingeyjarsveit
Breyting deiliskipulagi Voga 1

Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar samþykkti þann 14. desember 2022 að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 skyldi auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsáformin fela í sér afmörkun lóðar og byggingarreits fyrir frístundahús og færslu þjónustuhúss vegna gistireksturs. Að auki er fyrirhuguðum aðkomuvegi frá Mývatnssveitarvegi hliðarað til.

Tillagan með umhverfisskýrslu verður aðgengileg á heimasíðum sveitarfélagsins, www.skutustadahreppur.is og www.thingeyjarsveit.is og á skrifstofum sveitarfélagsins. Tillagan er auglýst með umsagnarfresti frá og með miðvikudeginum 21. desember til og með föstudeginum 3. febrúar 2023. Umsagnir við tillöguna skulu berast skipulagsfulltrúa á netfangið atli@thingeyjarsveit.is eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn.