Auglýsing um skipulagsmál á Rangá í Kaldakinn

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 23. mars 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi og samhliða breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna nýs ferðaþjónustusvæðis á jörðinni Rangá í Kaldakinn í Þingeyjarsveit.  Tillögurnar eru auglýstar eins og 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að reist verði á jörðinni um 10 ný gistihýsi, hvert um sig um 30 m2 að stærð. Mögulegt er að fjölga gistihýsum síðar.  Þá eru uppi hugmyndir um að endurbyggja núverandi hlöðu og fjárhús og nýta í tengslum við fyrirhugaða ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að aðkoma að gistihýsum verði um nýjan aðkomuveg frá þjóðvegi nr. 851.

Samhliða ofangreindri deiliskipulagstillögu er auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem landnotkun á hluta jarðarinnar Rangár verður breytt úr landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði (ferðaþjónustusvæði).

Tillöguuppdrættir með greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með föstudeginum 16. júní 2017 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 28. júlí 2017.  Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:  http://www.thingeyjarsveit.is,skipulagsmál/deiliskipulag/tillögur í auglýsingu.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 28. júlí 2017.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið:  bjarni@thingeyjarsveit.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir.

 Bjarni Reykjalín,

skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar.