Auglýsing skipulagstillögu - Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 11. maí 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 og að hún yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér skilgreiningu efnistökusvæðis í landi Garðs við Mývatn þar sem áætlað er að taka 50.000 m3 af efni á 2,4 ha svæði sem að hluta er skilgreint sem athafnasvæði. Breytingin felur í sér heimild til framkvæmda á hrauni sem nýtur verndar skv. lögum nr. 60/2013 og er því tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sbr. 3. tl. 2. viðauka laga nr. 111/2021. Þann 16. Júní 2022 birti Skipulagsstofnun ákvörðun sína um að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Tillagan með umhverfisskýrslu verður aðgengileg hér á heimasíðu sveitarfélagsins og á skrifstofum sveitarfélagsins. Tillagan er auglýst með umsagnarfresti frá og með 21. júní til og með 2. ágúst 2022. Umsagnir við tillöguna skulu berast skipulagsfulltrúa á netfangið atli@thingeyjarsveit.is eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn.

f.h. Þingeyjarsveitar

Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi