Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 28. október 2017

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 28. október 2017 fer fram í Þingeyjarsveit  í  Kjarna á Laugum miðvikudaginn 18. október, frá kl. 13:00 - 15:00.  Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Þineyjarsveitar  fram að kjördegi.

Kjósandi skal, áður en hann greiðir atkvæði utan kjörfundar, gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa vegabréfi, ökuskírteini, nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra.
Öllum sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er óháð búsetu eða lögheimili. 

Ef senda þarf atkvæði greitt utan kjörfundar skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu þess. Embætti sýslumanns eða umboðsmanna hans er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra