ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SAMEININGU ÞANN 5. JÚNÍ

Samstarfsnefnd um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.

Álit nefndarinnar og greinargerð hafa fengið tvær umræður í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram laugardaginn 5. júní 2021 í báðum sveitarfélögunum.

Hér má lesa greinargerðina og forsendur tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.