Athugasemdir við þjónustustefnu?
02.01.2026
Í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.
Þingeyjarsveit leitar eftir ábendingum/athugasemdum við þjónustustefnu Þingeyjarsveitar . Hægt er að skila þeim inn til og með 17. janúar nk.
Smelltu hér til að skoða þjónustustefnu Þingeyjarsveitar 2026-2029
Hægt er að senda inn ábendingu/athugasemd með því að smella hér.