Átak í söfnun og förgun bifreiða í Þingeyjarsveit

Þar sem haustið er að teygja sig inn í jólamánuðinn og vinnuaðstæður enn ákjósanlegar  bjóðum við upp á bílaförgun þér að kostnaðarlausu.

Það sem þú þarft að gera er þetta:

  1. Hafa bifreiðina þar sem vörubíll kemst að henni á auðveldan hátt
  2. Hringja í síma 8352900 Landhreinsun eða skrifstofu sveitarfélagsins 4643322
  3. Kvitta fyrir förgun þegar bifreiðin er fjarlægð til að tryggja að 20.000 krónur séu lagðar inn á reikning bifreiðareigandans.
  4. Brosa út að eyrum

Þetta tilboð gildir fyrir þá sem hafa samband fyrir 10.desember 2019