Ákvörðun um matsskyldu efnistöku í Eyjardal

Mat á umhverfisáhrifum

Ákvörðun um matsskyldu

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur tekið ákvörðun um að fyrirhuguð efnistaka Landsnets úr efnistökusvæðum í Eyjardal í landi Sandhauga skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Fyrirhuguð efnistaka er úr efnistökusvæðum merktum E-68 og E-60 í aðalskipulagi og verður efni úr þeim notað við lagningu Hólasandslínu 3. Ákvörðunin liggur frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugum, á vefsíðu sveitarfélagsins www.thingeyjarsveit.is og www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun sveitarstjórnar má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 1. apríl 2021.