Áframhaldandi opnun á laugardögum á gámavellinum

Laugardagsopnun á gámavellinum við Stórutjarnir hefur reynst vel. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að halda opnuninni áfram ótímabundið.

Opnunartími gámavallar er því sem hér segir:
miðvikudaga: 16:00-18:30
föstudaga: 16:00-18:30 
laugardaga: kl. 10:00-12:00

Minnum fólk á að hafa meðferðis klippikort þegar það kemur á gámavöllinn ásamt því að flokka og rúmmálsminnka farma eins og kostur er á.

Þeir sem eiga eftir að nálgast klippikort geta gert það á opnunartíma skrifstofunnar á Laugum. Einnig getur fólk haft samband á skrifstofutíma og fengið klippikortið sent með póstinum.