Afmælishátíð Stórutjarnaskóla

Stórutjarnaskóli hóf störf 9. nóvember 1971 af því tilefni fögnum við 50 ára afmæli skólans þriðjudaginn 10. maí nk. og hefst dagskrá kl. 13:30.

Stórutjarnaskóli 50 ára

Nemandi segir frá skólanum eins og hann er í dag, Ólafur Arngrímsson rifjar upp atriði úr sögu skólans og fyrrverandi nemandi rifjar upp veru sína í skólanum. Ljóðafluttningur, söngur og tónlist ásamt sýningum, leiðsögn um skólann og hátíðarveislu.

Allir hjartanlega velkomnir

Með góðri kveðju,

Starfsfólk og nemendur Stórutjarnaskóla