Afhjúpun og blessun minnisvarða

Föstudaginn 3. september n.k. verður afhjúpaður minnisvarði um Jaan Alavere á lóð Stórutjarnaskóla. Þann 3. september er liðið ár frá andláti hans.

Athöfnin hefst kl. 11:00. Marika Alavere afhjúpar minnisvarðann og sr. Jónína Ólafsdóttir flytur blessunar- og minningarorð. Þá munu nemendur skólans syngja skólasönginn, sem Jaan samdi við texta eftir Anitu Þórarinsdóttur.

Allir eru velkomnir en eru vinsamlegast beðnir að hafa í huga gildandi sóttvarnir.

Stórutjarnaskóli