Ærslabelgur rís á Laugum

Í dag er stór dagur fyrir alla áhugasama um ærslabelgi því einn slíkur rís nú á Laugum!

Við síðustu fjárhagsáætlunargerð samþykkti sveitarstjórn að leggja til pening í ærslabelg á Laugum. Umhverfis- og framkvæmdarsvið fór fljótlega eftir áramót í vinnu við að finna belgnum stað. Hann verður staðsettur við sundlaugina eins og sést á meðfylgjandi myndum. Skipulagsnefnd og sveitarstjórn staðfestu þetta staðarval og sveitarfélagið sótti um leyfi hjá Ríkiseignum til að setja hann þar niður. Nú eru öll leyfi komin í hús og vinna við niðursetningu hófst í dag. Áætlað er að hún taki rétt um viku svo í byrjun júní verður hægt að hoppa og skoppa á Laugum eins og enginn sé morgundagurinn.

Ærslabelgi má finna við Stórutjarnaskóla, Þingeyjarskóla, Reykjahlíðarskóla, Skjólbrekku og nú við Sundlaugina á Laugum! Þeir eru allir vel nýttir af íbúum og gestum og munu án efa verða áfram. Til hamingju allir!

Magnús Már forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Laugum tók nokkrar myndir í dag þegar vinna við ærslabelginn hófst.

Þær má sjá með því að smella hér.