Aðstoð við innkaup – Samstarf við Dalakofann

Sveitarfélagið mun bjóða uppá að keyra heim vörur í samstarfi við Dalakofann fyrir einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum og geta ekki nálgast þær sjálfir sökum COVID-19 faraldursins.

Íbúar sem þess óska hafa samband við Dalakofann sem tekur við pöntunum og starfsmaður sveitarfélagsins keyrir út vörurnar til einstaklinganna. Boðið er upp á þessa þjónustu á fimmtudögum, pantanir þurfa að berast á miðvikudegi og vörurnar eru keyrðar út eftir hádegi.  

Símanúmer Dalakofans er: 464 3344

 

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri