Aðstaða og þjónusta á Hlíðavegi í Reykjahlíð

Sveitarfélagið hefur til leigu skrifstofuaðstöðu að Hlíðavegi 6 í Reykjahlíð, en þar er góð vinnuaðstaða, kaffiaðstaða, nettenging og fundarherbergi. Hægt er að leigja aðstöðuna til styttri eða lengri tíma. Vinsamlegast hafið samband við Ölmu Benediktsdóttur í netfangið alma@thingeyjarsveit.is eða í síma. 464-6670 fyrir nánari upplýsingar.

Starfsstöð Þekkingarnetsins, Mikley er einnig staðsett á Hlíðavegi 6, þar er starfandi námsver með sólarhringsaðgengi, vinnuaðstaða fyrir 4 auk aðstöðu til próftöku, góð nettenging og fjarfundaaðstaða. Vinsamlegast hafið samband við Arnþrúði Dagsdóttir í síma. 464-5130, eða í ditta@hac.is fyrir nánari upplýsingar.