Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2023-2043

Kynning tillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 30. nóvember s.l. að vinnslutillaga nýs aðalskipulags Þingeyjarsveitar skuli kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning tillögunnar á vinnslustigi er einn mikilvægasti þátturinn í samráði við íbúa og aðra hagaðila vegna þess að tillagan er langt komin og hefur á sér heildarmynd, sem sýnir m.a. stefnu sveitarstjórnar hvað varðar landnotkun, þróun íbúðarbyggðar, búsetu og atvinnuþróunar í sveitarfélaginu til næstu 20 ára.

Sem íbúi sveitarfélagsins eða annars konar hagsmunaaðili, er mikilvægt að þú kynnir þér efnisatriði tillögunnar og kannir hvernig hún snertir þína hagsmuni og samfélagsins alls. Nú er tækifæri til að koma á framfæri ábendingum um það sem þú telur að betur megi fara í tillögunni. Vinnslutillagan samanstendur af greinargerð, umhverfisskýrslu og uppdráttum og byggir á afrakstri vinnu nefnda og sveitarstjórna fyrri sveitarfélaga og skipulagsnefndar nýrrar Þingeyjarsveitar, samráði við íbúa, landeigendur og aðra hagsmunaaðila.

Greinargerð, uppdrætti og umhverfisskýrslu er að finna á sérstöku vefsvæði hér: https://thing.alta.is/
Gögnin verða einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.thingeyjarsveit.is og skrifstofum sveitarfélagsins.

Kynningarfundir verða haldnir skv. eftirfarandi:

Skjólbrekku 9. janúar kl 16:30 - 18:00

Breiðumýri 10. janúar kl 16:30 - 18:00

Stórutjarnaskóla 11. janúar kl 16:30 - 18:00 

Frestur til að gera athugasemdir við vinnslutillöguna verður gefinn frá og með 20. desember til og hefur verið framlengdur til 5. febrúar 2024. Athugasemdir við vinnslutillögu skulu berast skriflega til skipulagsfulltrúa, Kjarna, 650 Laugum eða á Skipulagsgatt.is undir mál 881/2023.
Fyrirspurnir og ábendingar skulu berast á skipulag@thingeyjarsveit.is