50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf
22.10.2025
Framsýn ásamt fjölmörgum baráttusamtökum kvenna og hinsegin fólks standa að samstöðufundi í tilefni dagsins en nú eru 50 ár liðin síðan konur lögðu fyrst niður störf til þess að krefjast jafnréttis.
Konur og kvár sem það geta, eru hvött til að taka þátt í skipulagðri dagskrá samstöðufundar á Breiðumýri kl. 14.00 – 16.00.
Leik- og grunnskólar Þingeyjarsveitar loka kl. 13.00 á föstudaginn til að gefa sem flestum kost á að sýna samstöðu í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna.
HÉR má skoða viðburðinn á Facebook.