Ársfundur Gaums - Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

Fjórði ársfundur Gaums fer fram þann 2. desember næstkomandi á Sel Hótel Mývatni.

Þema fundarins er losun gróðurhúsalofttegunda og hvernig má sporna við henni með breyttri landnotkun, orkuskiptum bílaflotans og vistvænni samgöngum.

Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun mun setja fundinn, fundarstjóri verður Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit.

Frummælendur á ársfundi Gaums eru Sveinn Margeirsson, Sigurlína Tryggvadóttir og Sigurður Ingi Friðleifsson. Sveinn mun fjalla um tækifæri í bindingu gróðurhúsalofttegunda með breyttri landnotkun, Sigurlína mun segja frá uppgræðsluverkefnum inna Nýsköpunar í norðri og Sigurður Ingi mun fjalla um þróun bílaflotans á vöktunarsvæði Gaums og vistvænni samgöngur.

Að loknum framsöguerndum verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Fundurin hefst kl. 12:00 á léttum hádegisverði, kjötsúpa og súpa dagsins með heimabökuðu brauði, kaffi, te, kakó og smákökur.

Skráning á fundinn sem verður hægt að sækja bæði á staðnum og í streymi er á gaumur@gaumur.is