100. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

100. fundur skipulags- og umhverfisnefndar var haldinn fimmtudaginn 8. mars í Kjarna á Laugum. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn eftir sameiningu Þingeyjarsveitar og Aðaldælahrepps 15. október 2008.

Í tilefni þessara tímamóta var boðið upp á tertu með kaffinu sem fundarmenn gerðu góð skil.

Á myndinni má sjá fundarmenn. Frá vinstri talið: Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, Jóhanna Sif Sigþórsdóttir, Sæþór Gunnsteinsson, Nanna Þórhallsdóttir og Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingarfulltrúi.