100 ára afmæli í Þingeyjarsveit

Þann 25. apríl varð Guðrún Glúmsdóttir í Hólum í Reykjadal 100 ára. Guðrún er elsti íbúi Þingeyjarsveitar og ber aldurinn vel. Fyrir hönd sveitarfélagsins færði sveitarstjóri Guðrúnu blóm og konfekt í tilefni dagsins.

Sveitarstjóri fékk afar vinalegar móttökur en Guðrún eða Gunna í Hólum eins og við köllum hana, fagnaði þessum merka áfanga á heimili sonar síns og tengdadóttur í faðmi fjölskyldu sinnar.