Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Aðalskipulag Þingeyjarsveit - Umsögn
Málsnúmer 2509079Vakta málsnúmer
Fyrir liggur aðalskipulag Þingeyjarsveitar til umsagnar.
Nefndin vísar í minnisblað nefndarinnar um skógrækt samþykkt á fundi sínum 08.05.2024. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að senda skipulagsstofnun þær athugasemdir.
2.Sorphirða 2025 - útboð
Málsnúmer 2505040Vakta málsnúmer
Nefndin fór yfir loka skjöl vegna útboðs fyrir sorphirðu.
Nefndin þakkar fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að senda fyrirliggjandi gögn í útboð.
3.Lífrænn úrgangur - kynningarátak
Málsnúmer 2509058Vakta málsnúmer
Nefndin fór yfir tillögu að birtingaráætlun vegna kynningarátaks.
Nefndin þakkkar kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með spennandi og framsækið verkefni.
4.Kollóttaalda á Hólasandi - úrbætur vegna urðunarstaðar
Málsnúmer 2504040Vakta málsnúmer
Kynnt drög að lokaskýrslu umferfisstofnunar um lokun losybarstað við Kollóttuöldu.
Nefndin þakkar kynninguna.
Fundi slitið - kl. 15:30.