Skipulagsnefnd
Dagskrá
Sigurður Böðvarsson boðaði forföll, ekki var unnt að kalla til varamann vegna lítils fyrirvara.
1.Umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2409055Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja drög að umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar.
Nefndin fór yfir umferðaröryggisáætlunina. Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við skýrsluhöfunda.
Nanna ber upp vanhæfi sitt og nefndin samþykkti vanhæfið. Nanna vék af fundi 10:28
2.Kambáreyrar efnistaka - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2506069Vakta málsnúmer
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Kambsáreyrum. Áætlað er að vinna þar 10.000 m3 af malarslitlagsefni. Náman er nr. E-18 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nanna kemur aftur inn á fundinn 10:36
3.Sandskarðsnáma - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2506044Vakta málsnúmer
Landeigendur Voga sækir um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Sandskarðsnámu. Áætlað er að taka allt að 50.000 m3 af efni. Náman er nr. 377-E í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim fyrirvara að þar sem um ráðstöfun sameignarlands er að ræða kalli skipulagsfulltrúi eftir nánari gögnum um samþykki landeigenda með vísan í II kafla jarðalaga nr. 81/2004, (7.gr.c) um jarðir í sameign.
4.Þeistareykir fjölnýtingalóð - breyting á skipulagi
Málsnúmer 2507006Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi dags 7. júlí 2025 frá Landsvirkjun um breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar vegna staðsetningu fjölnýtingalóðar.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Nýlega er búið að gera deiliskipulagsbreytingu sem var auglýst, þar sem þessi lóð var sett inn og ekki líkur á að ný sjónarmið komi fram. Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fundi slitið - kl. 12:00.