Þeistareykir fjölnýtingalóð - breyting á skipulagi
Málsnúmer 2507006
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 38. fundur - 08.07.2025
Tekið fyrir erindi dags 7. júlí 2025 frá Landsvirkjun um breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar vegna staðsetningu fjölnýtingalóðar.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Nýlega er búið að gera deiliskipulagsbreytingu sem var auglýst, þar sem þessi lóð var sett inn og ekki líkur á að ný sjónarmið komi fram. Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.