Sandskarðsnáma - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2506044
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 38. fundur - 08.07.2025
Landeigendur Voga sækir um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Sandskarðsnámu. Áætlað er að taka allt að 50.000 m3 af efni. Náman er nr. 377-E í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim fyrirvara að þar sem um ráðstöfun sameignarlands er að ræða kalli skipulagsfulltrúi eftir nánari gögnum um samþykki landeigenda með vísan í II kafla jarðalaga nr. 81/2004, (7.gr.c) um jarðir í sameign.