Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri hjá SSNE kom inn á fundinn og fór að lokinni kynningu.
1.Svæðisbundin farsældarráð
Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer
Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri farsældarráðs kynnir svæðisbundin farsældarráð.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar Þorleifi fyrir greinargóða kynningu.
2.Gjaldskrár 2025
Málsnúmer 2410003Vakta málsnúmer
Lögð fyrir nefndina endurskoðuð gjaldskrá tónlistarskóla Þingeyjarsveitar.
Gjaldskrárdrögin samþykkt með áorðnum breytingum.
3.Útskrift úr grunnskóla - verklagsreglur um frávik
Málsnúmer 2505013Vakta málsnúmer
Lögð fyrir fræðslu- og velferðarnefnd drög að verklagsreglum grunnskóla vegna nemenda sem útskrifast fyrr eða seinna úr grunnskóla. Unnið af skólaþjónustu Þingeyjarsveitar í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra grunnskóla Þingeyjarsveitar.
Fræðslu- og velferðarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og beinir þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
4.Verkefnastjórn í grunnskólum - minnisblað
Málsnúmer 2505011Vakta málsnúmer
Tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um verkefnastjórn í grunnskólunum.
Nefndin samþykkir breytingu á verkefnastjórnun í skólunum næsta skólaár og beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta afgreiðsluna.
5.Skóladagatal 2025-2026 - Reykjahlíðarskóli, Stórutjarnaskóli og Þingeyjarskóli
Málsnúmer 2505014Vakta málsnúmer
Skóladagatöl næsta vetrar lögð fyrir fræðslu- og velferðarnefnd til samþykktar.
Fræðslu- og velferðarnefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.
6.Íslensku menntaverðlaunin 2025 - opið fyrir tilnefningar
Málsnúmer 2505008Vakta málsnúmer
Lagður fyrir nefndina tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Opið er fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025. Nefndin felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kynna Íslensku menntaverðlaunin á heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum.
7.Stórutjarnaskóli - Skólastarf
Málsnúmer 2404016Vakta málsnúmer
Birna Davíðsdóttir skólastjóri fór yfir skólastarf í Stórutjarnaskóla í vetur.
Skólastarf hefur gengið vel í vetur. Nemendafjöldi í grunnskóladeild verður trúlega svipaður í haust og var í vetur, en börnum hefur fjölgað í leikskólanum og verða 14 nemendur þar í sumar.
Mikil tilhlökkun er eftir því að breytingar á leikskólanum Tjarnaskjóli fari í gang, en það styttist óðum í það.
Einhverjar breytingar verða í starfsmannamálum, en þær eru óverulegar.
Tónlistardeildin er afar virk og nemendur sinna sínu tónlistarnámi af krafti. Nemendatónleikar eru nýafstaðnir og gengu mjög vel.
Næsta vetur verður breyting á stundaskrá nemenda í skólanum, þar sem frímínútum verður fækkað og skóladagurinn styttur.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar skólastjóra greinargóða kynningu.
Mikil tilhlökkun er eftir því að breytingar á leikskólanum Tjarnaskjóli fari í gang, en það styttist óðum í það.
Einhverjar breytingar verða í starfsmannamálum, en þær eru óverulegar.
Tónlistardeildin er afar virk og nemendur sinna sínu tónlistarnámi af krafti. Nemendatónleikar eru nýafstaðnir og gengu mjög vel.
Næsta vetur verður breyting á stundaskrá nemenda í skólanum, þar sem frímínútum verður fækkað og skóladagurinn styttur.
Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar skólastjóra greinargóða kynningu.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Áheyrnarfulltrúar:
Birna Davíðsdóttir fyrir skólastjórnendur
Dóra Rún Kristjánsdóttir fyrir starfsfólk leikskóla
Birna Kristín Friðriksdóttir fyrir starfsfólk grunnskóla
Dagný Ósk Auðunsdóttir fyrir foreldra.