Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Mýsköpun - fréttir af starfsemi
Málsnúmer 2312049Vakta málsnúmer
Ingólfur Bragi Gunnarsson framkvæmdastjóri Mýsköpunar ehf og Júlíana Katrín Björke komu til fundar og kynntu starfsemi félagsins.
Nefndin þakkar góða og áhugaverða kynningu og óskar Mýsköpun velfarnaðar í sinni vinnu. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að greiða götur fyrirtækisins til að efla atvinnu og búsetu í Þingeyjarsveit.
2.Markaðsátak - Þingeyjarsveit
Málsnúmer 2503065Vakta málsnúmer
Úlla Árdal framkvæmdastjóri Mývatnsstofu kom til fundar og kynnti fyrirhugað markaðsátak Þingeyjarsveitar.
Nefndin þakkar Úllu fyrir góða kynningu og megi markaðsátakið ganga sem best.
3.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2505090Vakta málsnúmer
Lagðar fram gjaldsrkár fyrir árið 2026.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við gjaldskrárnar.
Jón vakti athygli á mögulegu vanhæfi og vék af fundi.
4.Snjómokstur í Þingeyjarsveit
Málsnúmer 2404007Vakta málsnúmer
Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom til fundar og fór yfir reynslu af breyttu fyrirkomulagi um snjómokstur.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að núverandi kerfi snjómoksturs með ábúendafyrirkomulagi verði haldið áfram þar sem lítil reynsla er komin af fyrirkomulaginu vegna snjóleysis síðastliðin vetur.
Jón kom aftur til fundar.
5.Flateyjardalsheiði
Málsnúmer 2504034Vakta málsnúmer
Á 58. fundi sveitarstjórnar var því beint til atvinnu- og nýsköpunarnefndar að hefja undribúning um framtíðarsýn á nýtingu Flateyjardalsheiðar til framtíðar.
Nefndin vísar málinu áfram til vinnu nefndarinnar við atvinnustefnu sveitarfélagsins sem nefndin hefur á haustdögum.
6.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - starfsáætlun
Málsnúmer 2501020Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að starfsáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar ágúst 2025 -janúar 2026.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun með áorðnum breytingum.
Fundi slitið - kl. 12:00.