Verkefnastjóri sameiningarmála

Þingeyjarsveit auglýsir eftir verkefnastjóra sameiningarmála á skrifstofu sveitarfélagsins. Meginhlutverk verkefnastjóra er að leiða stýra og vinna að verkefnum sem leiða af sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, s.s. samræmingu reglna, stefnumótun og þróun verklags í stjórnsýslu sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra, sveitarstjórn og nefndir.

Helstu verkefni:

  • Stjórnun verkefna
  • Gagnaöflun og greiningar
  • Samskipti við þjónustuaðila í verkefnum sem tengjast sameiningu.
  • Skjalagerð

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði lögfræði, stjórnsýslufræði, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Menntun og/eða reynsla af verkefnastjórnun
  • Þekking á og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Með umsóknum um skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og færð rök fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2022. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri í síma 464 3328 eða í tölvupósti á jonhroi@thingeyjarsveit.is. Umsóknir skal senda á umsokn@thingeyjarsveit.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.