Fara í efni

Verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála

Þingeyjarsveit leitar að drífandi verkefnastjóra til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála. Verkefnin snúa að íbúum sveitarfélagsins á öllum aldri.

Starfið heyrir undir fjölskyldusvið og er næsti yfirmaður sviðsstjóri þess.

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Daglegt utanumhald með æskulýðs-, tómstunda- og menningarmálum á vegum sveitarfélagsins
  • Ráðgjöf og þátttaka í stefnumótun og eftirfylgni stefnumótunar
  • Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu sem og stofnanir og aðila utan þess
  • Tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem koma að æskulýðs-, tómstunda- og menningarstarfi
  • Tekur þátt í uppbyggingu og skipulagningu verkefna í forvörnum, menningu og fjölmenningu í sveitarfélaginu
  • Umsjón með verkefninu Heilsueflandi samfélag
  • Umsjón með vinnuskóla í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdasvið
  • Er starfsmaður íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmenn

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Leiðtogahæfni og rík færni í mannlegum samskiptum
  • Góð skipulagsfærni, árvekni og öguð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni

Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi. Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2025

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veita:

Telma Eiðsdóttir I telma@mognum.is

Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is

Umsóknarvefur Mögnum

Getum við bætt efni þessarar síðu?