VERKEFNASTJÓRI

Þingeyjarsveit auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra hjá Þingeyjarsveit. Um er að ræða 100% starf sem er fjölbreytt og áhugavert og leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eftir næstu áramót. Húsnæði í boði á staðnum.

Lýsing á starfinu:

Verkefnastjóri hefur umsjón með ýmsum verkefnum og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins sem sveitarstjóri felur honum hverju sinni, sér um skipulagningu, kostnaðar- og verkáætlanir fyrir framkvæmdir og gerir tillögur að fjárhagsáætlun í samráði við sveitarstjóra.

Dæmi um verkefni:

  • Nýframkvæmdir
  • Viðhaldsframkvæmdir
  • Nýsköpun
  • Kynningar- og upplýsingarmál

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og/eða meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum störfum
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og metnaður

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri í síma 464 3322/862 0025

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Afrit af prófskírteini skal fylgja með umsókn.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á netfangið dagbjort@thingeyjarsveit.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Þingeyjarsveit