Tómstundaleiðbeinandi óskast í Hraunið
Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára. Um er að ræða tímavinnu og vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram milli kl. 17:00 og 22:00 einn virkan dag í viku.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára
· Mikill áhugi af starfi með börnum og unglingum
· Reynsla af því að vinna með börnum og unglingum er kostur, starfsmaður fær þó þjálfun
· Stundvísi og skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
· Lipurð í samskiptum sveigjanleiki og samstarfshæfni
· Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi félagsmiðstöðva er kostur
· Almenn tölvukunnátta
· Gott vald á íslensku
· Hreint sakavottorð er skilyrði
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Albertsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála og umsóknir sendist til hjordis.albertsdottir@thingeyjarsveit.is
Umsóknarfrestur er til 29. ágúst 2025.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.