Þeistareykjavegur syðri - framkvæmdaleyfi

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 11. apríl 2019 útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna lagningar Þeistareykjavegar syðri innan sveitarfélagsmarka Þingeyjarsveitar.

 

Skipulagslegar forsendur leyfisveitingar:

  • Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar.
  • Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022.
  • Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
  • Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
  • Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli sérstaks mats um framkvæmdina;     Háspennulínur (220 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík,   Skútustaðahreppi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi, og sameiginlegs   mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar,   Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka,

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 má finna á eftirfarandi vefslóð:

Vegna sameiginlega umhverfismatsins: http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/821/2010020001.pdf  

Vegna umhverfismats fyrirhugaðrar framkvæmdar:

http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/820/2009040031.pdf

 

Skilyrði Skipulagsstofnunar og Þingeyjarsveitar fyrir leyfisveitingu:

Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 telur hún að við leyfisveitingar þurfi að setja eftirfarandi skilyrði:

  1. Tryggja þarf að framkvæmdir auki ekki eyðingu gróðurs á svæði sem nú er eitt virkasta rofsvæði landsins.
  2. Ef votlendi verður raskað þarf að endurheimta a.m.k. jafnstórt votlendissvæði og það sem raskast.

 

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar, https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/framkvaemdaleyfi

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

 

Guðjón Vésteinsson

skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.