Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Vilt þú taka þátt í að byggja upp nýtt umhverfis- og framkvæmdasvið í ný sameinuðu sveitarfélagi?

Þingeyjarsveit leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða nýtt umhverfis- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ber ábyrgð á daglegri starfsemi sviðsins og leiðir vinnu við undirbúning og framkvæmd stjórnsýslulegra verkefna sviðsins.

Meginverkefni sviðsins eru umhverfismál, umsjón með fasteignum sveitarfélagsins, nýframkvæmdum, viðhaldi fasteigna, vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu, viðhaldi gatna og snjómokstri. Sviðið hefur yfirumsjón með þjónustumiðstöð, garðyrkju og umhverfi, opnum svæðum, landgræðslu og skógrækt, vinnuskóla, sorpmálum og hreinlætismálum sem og umsjón með fjallskilum, girðingum og meindýravörnum.

Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra.

Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Áætlanagerð, stjórn og daglegur rekstur umhverfis- og framkvæmdasviðs, þ.m.t. mannaforráð
 • Stefnumótun og áætlanagerð í málaflokknum, verkefnastjórn og kostnaðareftirlit
 • Ábyrgð á úrgangsmálum í sveitarfélaginu
 • Ábyrgð á verkefnum sem tengjast náttúru- umhverfis- og loftlagsvernd, skógrækt, friðlýsingu svæða, náttúruminjum og umhverfisfræðslu í sveitarfélaginu
 • Ábyrgð á skipulags- og byggingarmálum í samstarfi við skipulags- og byggingarfulltrúa
 • Ábyrgð á stjórnsýslulegri úrvinnslu og gangaskilum innan sviðsins
 • Samskipti, upplýsingagjöf og samstarf við fagnefndir, hagsmunaaðila og stofnanir
 • Önnur verkefni í samráði við sveitarstjóra

Þekkingar- og hæfnikröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Víðtæk og farsæl reynsla af verkefnum sem falla að starfinu
 • Þekking og reynsla úr opinberri stjórnsýslu
 • Þekking á lögum og reglugerðum sem varða starfsemi sviðsins
 • Leiðtogahæfni og rík færni í mannlegum samskiptum
 • Góð skipulagsfærni, árvekni og öguð vinnubrögð
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2023.

Sótt er um starfið hér.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.

Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.

Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.