Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnakosningar verða laugardaginn 14. maí 2022

Skilafrestur framboða vegna sveitarstjórnakosninga 2022 er á hádegi 8. apríl 2022.

Ein yfirkjörstjórn mun halda utan um kosningar beggja sveitarfélaganna.

Athygli er vakin á því að í lok vorþings voru samþykktar breytingar á kosningalögum nr. 112/2021. Þar segir um kjördag:

 

  1. gr.

Sveitarstjórnarkosningar.

Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram annan laugardag í maímánuði sem ekki ber uppá laugardag fyrir hvítasunnu. Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.

Landskjörstjórn skal auglýsa hvenær almennar reglulegar sveitarstjórnarkosningar skulu fara fram.

Kjörtímabil sveitarstjórnar er fjögur ár.

 

Framboðsfrestur og móttaka framboða.

VII.KAFLI

Framboð til Alþingis og sveitarstjórna.

  1. gr.

Framboðsfrestur og móttaka framboða.

Þegar kosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt eigi síðar en kl. 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag. Tilkynningin getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.

Við alþingiskosningar tekur landskjörstjórn á móti framboðum en yfirkjörstjórn sveitarfélags við sveitarstjórnarkosningar.

 

  1. gr.

Tilkynning framboðs.

Á framboðslista skulu vera a.m.k. jafnmörg nöfn frambjóðenda og kjósa á í hvert skipti, en aldrei fleiri en tvöföld sú tala.

Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti hans til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.

Skulu nöfn frambjóðenda rituð á framboðslista að lágmarki með einu eiginnafni og kenninafni eins og þau birtast í þjóðskrá. Óski frambjóðandi eftir annarri ritun nafns á listann er honum það heimilt, enda séu þau nöfn skráð í þjóðskrá. Frambjóðanda er þó heimilt að rita eiginnafn eða eiginnöfn sín á annan veg en skráð er í þjóðskrá ef hann er kunnur af þeirri beitingu eiginnafns eða eiginnafna sinna.

Frambjóðandi til Alþingis getur átt lögheimili í öðru kjördæmi en því sem hann býður sig fram í.

 

  1. gr.

Framboðslistar.

……. Hámarkstala meðmælenda skal vera tvöföld tilskilin lágmarkstala. Lágmarksfjöldi meðmælenda skal vera sem hér segir:

  1. í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur,
  2. í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur,
  3. í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur,
  4. í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur,
  5. í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur.

 

XIII. KAFLI

Kjörstaðir. 78. gr.

Ákvörðun kjörstaða.

Kjörstað fyrir hverja kjördeild ákveður sveitarstjórn. Á sama kjörstað mega vera fleiri en ein kjördeild. Kjörstað skal auglýsa almenningi á undan kjörfundi með nægum fyrirvara.