Fara í efni

Starf við félagsstarf eldri borgara í Mývatnssveit

Laus er 25% staða starfsmanns við félagsstarf eldri borgara í Þingeyjarsveit. Um er að ræða skipulag, undirbúning og umsjón á samverustundum eldri borgara. Samverustundir eru tvisvar í viku, annarsvegar í Mývatnssveit og hins vegar til skiptis í Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla.

Starfið sem um ræðir er 25% starf við félagsstarf eldri borgara í Mývatnssveit, einn dag í viku.  Félagsstarfið verður til húsa í húsnæðis sveitarfélagsins við Hlíðarveg 6 í Reykjahlíð. Starfsmaður verður í samstarfi við starfsmenn félagsstarfsins á láglendinu.

Allar frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Ásta F. Flosadóttir á netfangið: asta.flosadottir@thingeyjarsveit.is.

Starfið hentar öllum kynjum og eru áhugasamir einstaklingar hvattir til að sækja um, óháð kyni.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 11. ágúst. Skila skal umsóknum á skrifstofur Þingeyjarsveitar, eða á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?