Sameiginleg stefnuyfirlýsing um framkvæmd verkefna

Á sveitarstjórnarfundi fyrr í dag var lögðu oddviti sveitarstjórnar frá E lista og oddviti K lista fram sameiginlega stefnuyfirlýsingu um framkvæmd verkefna í samræmi við stefnu listanna sem kynnt var kjósendum í aðdaganda sveitarstjórnarkosninga.

Jóna Björg Hlöðversdóttir sagði á fundinum: Hér er lögð fram sameiginleg tillaga sveitarstjórnarfólks um þau málefni og verkefni sem brýnast er að halda áfram með og oddviti fór yfir hér á undan. Tíminn líður hratt og mikilvægt er að hafa skýra sýn á verkefnin sem eru framundan. Við fulltrúar K lista göngum bjartsýn til þessa samstarfs og nálgumst það með þeim huga að hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa sé betur borgið með samvinnu heldur en átökum.
það er auðvitað þannig að vera kjörinn fulltrúi leggur þér skyldur á herðar að nálgast öll mál út frá hagsmunum heildarinnar. Þess vegna fögnum við því að við höfum náð að ræða okkur til lausnar á þeim ágreiningi sem vissulega hefur verið til staðar.
Undanfarnar vikur og mánuði höfum við fulltrúar E og K lista rætt saman með það að markmiði að skerpa á vinnubrögðum í sveitarstjórn og forgangsraða þeim verkefnum sem við erum sammála að vinna að og það er auðvitað svo að málamiðlanir einkenna stjórnmál og þeim höfum við náð í þeim verkefnalista sem oddviti flutti hér áðan.
Við viljum þakka þann samstarfsanda sem skapaðist í þessari vinnu og trúum því að við séum hér að stíga heillaskref fyrir samfélagið allt og hvetjum íbúa sveitarfélagsins og starfsfólk til að leggjast á árar með okkur til að skipa þessu nýsameinaða sveitarfélagi í röð sveitarfélaga þar sem það á heima, fremst meðal jafningja.

Einnig tók til máls Kútur Emil Jónasson varaoddviti og sagði: Viljayfirlýsing af þessu tagi er í sjálfu sér ekki mál sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar við í sjálfu sér. Þetta er mál unnið af oddvita sveitarstjórnar og oddvita K lista með stuðningi undirritaðs. Þetta er einfalt í sjálfu sér. Ekkert þarna hefur ekki komið fram í kynningum framboða.
Það er tilgangur okkar sem að þessari yfirlýsingu stöndum að senda þau skilaboð út í samfélagið að við viljum lýsa því yfir að við munum vinna saman að þeim sameiginlegu markmiðum og stefnumálum sem framboðin lögðu upp með í aðdraganda kosninga. Þetta er markmiðayfirlýsing sem tæpir á þeim málum sem við stefnum að. Í framhaldi af þessu lýsum við því yfir að við munum vinna, hvert í sínu lagi, og í sameiningu, að því að vinna ýtarlega framkvæmdaáætlun til stjórnsýslunnar. Stjórnsýslunnar sem hefur á síðustu vikum og mánuðum verið að styrkjast verulega og okkur hefur gengið vel að fá hæft fólk til starfans. Það er þakkarvert. Þetta ber vissulega brátt að og athugasemdir borist.
Það ber að horfa til þess að viljayfirlýsing af þessu tagi heldur eins og þau sem að henni standa vilja. Ég legg á það mikla áherslu að þetta sé fyrst og fremst yfirlýsing til að skýra vilja okkar til verksins, en okkur finnst mjög nauðsynlegt

Hér er tengill á stefnuyfirlýsinguna.