Orðsending til íbúa Þingeyjarsveitar

Að gefnu tilefni og með tilvísun í  reglugerð nr. 737/2003 m.s.br. skal það áréttað að allur úrgangur skal færður til meðhöndlunar í söfnunar- eða móttökustöð eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð þessari, öðrum reglugerðum um úrgang eða samþykktum sveitarfélaga. Allur úrgangur skal meðhöndlaður á viðeigandi hátt áður en til förgunar kemur.

Meðferð úrgangs skal vera með þeim hætti að óþrifnaður og óþægindi stafi ekki af.

Vakin er sérstök athygli á að opin brennsla úrgangs er með öllu óheimil.

Hafi úrgangur dreifst eða sé meðferð úrgangs ábótavant að öðru leyti getur heilbrigðisnefnd krafist þess að viðkomandi aðili hreinsi upp og geri viðeigandi ráðstafanir í samræmi við ákvæði reglugerðar þessara.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.

Sveitarstjóri