Jákvæð rekstrarafkoma og fjölgun íbúa í Þingeyjarsveit

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 18. apríl s.l. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 107,1 m.kr. að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða.

Rekstrartekjur A og B hluta voru 1.113,2 m.kr. og rekstrargjöld voru 944,4 m.kr. Veltufé frá rekstri var 147 m.kr. og handbært fé frá rekstri var 154,8 m.kr. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 129,2 m.kr. á árinu.

Skuldahlutfall sveitarfélagsins fer lækkandi, er 51% í A og B hluta í árslok 2017 en var 58,3% í árslok 2016.

Íbúafjöldi Þingeyjarsveitar 1. desember 2017 var 969 og hefur íbúum fjölgað um 59 manns frá fyrra ári eða um 6,4%.

Mikill árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins á kjörtímabilinu, skuldir hafa lækkað, tekjur hafa hækkað og aðhalds verið gætt í rekstri.

Sveitarstjórn þakkaði starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góðan árangur í rekstri Þingeyjarsveitar um leið og ársreikningnum var vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.