Hólsvirkjun - Framkvæmdarleyfi

Hólsvirkjun í Fnjóskadal

Framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt veitingu framkvæmdaleyfis vegna Hólsvirkjunar, nánar tiltekið 5,5 MW vatnsaflsvirkjunar í landi jarðanna Ytri-Hóls, Syðri-Hóls og Garðs í Fnjóskadal. 

Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli sérstaks mats um framkvæmdina, HÓLSVIRKJUN, mat á umhverfisáhrifum, Efla 28.03.2018, og framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022, sbr. breytingu aðalskipulags sem samþykkt var af sveitarstjórn, dags. 4.10.2018 og staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 10.12.2018.  Þá er framkvæmdin í samræmi við deiliskipulag Hólsvirkjunar, sem samþykkt var af sveitarstjórn 4.10.2018 og staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 12.12. 2018.

Matsskýrsla framkvæmdar ásamt viðaukum og umsögnum sérfræðinga er að finna á eftirfarandi vefslóðum:

  • HÓLSVIRKJUN. Mat á umhverfisáhrifum - Efla matsskýrsla 28.03.2018

http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1304/5901-001-UHM-002-V01%20H%C3%B3lsvirkjun%20matssk%C3%BDrsla.pdf

 

http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1304/5901-001-UHM-002-V01%20H%C3%B3lsvirkjun%20vi%C3%B0aukar%20%C3%BEjappa%C3%B0.pdf

 

  • Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 12. júlí 2018 er að finna á eftirfarandi vefslóð:  

 

http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1303/201711021.pdf

 

Skilyrði Skipulagsstofnunar og Þingeyjarsveitar fyrir leyfisveitingu:

  • ·         Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 11. júlí 2018 telur hún nauðsynlegt að binda framkvæmdaleyfi eftirfarandi skilyrði:

„Endurheimta þarf votlendi sömu stærðar og það sem þarf að skerða vegna Hólsvirkjunar. Nauðsynlegt er að hafa samráð við Umhverfisstofnun um útreikninga á áhrifum framkvæmda á skerðingu votlendis áður en ráðist er í endurheimt.“

 

  • Skilyrði skipulags- og umhverfisnefndar Þingeyjarsveitar frá 11. janúar 2018 og 20. september 2018: 

„Við útgáfu á framkvæmdaleyfi verða sett skilyrði um vöktun ákveðinna umhverfisáhrifa eins og t.d. rofs á vatnsbökkum lóna og vatnsstreymi við pípuskurð og mun Þingeyjarsveit meta að framkvæmdum loknum, í samráði við sérfræðinga á þessu sviði, hvort áframhaldandi vöktun sé nauðsynleg og hve oft og hvaða umhverfisþætti skuli vakta.“

Lagt hefur verið fram minnisblaði Eflu verkfræðistofu dagsett 11. desember 2018 um vöktunaráætlun Hólsvirkjunar.

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfis og forsendur þess er að finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar á eftirfarandi vefslóð:

https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/framkvaemdaleyfi

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Bjarni Reykjalín,

skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar